22.2.2011 | 09:18
Ólafur bregst við kalli þjóðar í angist.
Ekki er ég maður til að dæma hvað er rétt eða ekki varðandi ákvörðun Forsetans eða hvort nú sé nóg komið í borga eða borga ekki í ICESAVE en það sem er ljóst er að Ólafur Ragnar er að bregðast við ákalli þjóðar í angist. Þjóðin treystir ekki Alþingi! þjóðin getur ekki treyst Hæstarétti! Hvað varð um burðarvirki þessarar þjóðar sem leyfði sér þann munað að treysta fólki í valdastöðum og lifa hamingjusömu lífi?
Ólafur hefur sannarlega verið umdeildur í gegnum sinn langa felið en má eiga það að hann hefur ekki misst sig í sérhagsmuna gæslu og spillingu. Hann skilur ástandið í þjóðfélaginu og veit að ekkert annað getur fært þessari þjóð aftur þjóðina en að þjóðin beri sjálf ábyrgð á þeim skrefum sem tekin eru út úr því hallæri sem yfir okkur hefur dunið. Vonandi er Ólafur sá klettur sem dugar þjóðinni í þeim ólgusjó sem á okkur dynur. Ólafur hefur sýnt að hann þorir að taka ákvarðanir.
Fólk verður að skilja að við byggjum eitt spilltasta þjóðfélag í heimi. Hér grasserar rotin hugsun og græðgi sem á sér fá dæmi í veröldinni. Sama hvert litið er allstaðar virðist vera fólk tilbúið að rægja niður á þér skóinn eða plotta gegn þér og þínum í illum tilgangi. Auðmenn hafa plantað fólki inní alla kima þjóðfélagsins. Hafa menn í öllum bönkum, tryggingafélögum, hagsmunasamtökum og jafnvel á þinginu. Þetta fólk (sem er eins og pöddur um allt) notar þessi óþjóðalýður til að fara á eftir fólki sem þeim líkar ekki eða til að plotta gegn samkeppnisaðilum. Því miður gott fólk ÞETTA ER ÍSLAND Í DAG.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.