Við berum ábyrgð

Hér komust bullukollar til valda og hneykslið að hafa gert Halldór Ásgrímsson að ráðherra og að síðan skyldi Davíð Oddsson komast til æðstu metorða í þjóðfélaginu og við skyldum hafa þennan trúð sem forsætisráðherra í 16 ár er óskiljanlegt. Davíð sýndi sitt rétta andlit sem Borgarstjóri og hefði aldrei átt að ná lengra og Halldór var aldrei neitt nema sauðspillt ráðherra skrípi sem aldrei hefði átt að ná inná þing.

En nú berum við þá ábyrgð á að afglöp þessara manna sem settu þessa þjóð á hausinn verði ekki  klafi á komandi kynslóðum. Ég má ekki til þess hugsa að láta barna og barna börnin kljást við þau vanda mál sem búin voru til á síðustu 20 árum. Ég ásamt okkur flestum ólst upp í góðu réttlátu þjóðfélagi sem lofaði að tryggja okkur mannréttindi. Þess vegna spyr maður sig hvaðan kom þetta hyski sem ekki gat sætt sig við að hér væri réttlátast og komandi ríkast þjóðfélaga í heimi? Úr hvaða skúmaskotum skreið fólk sem ekki gat sætt sig við jafnrétti til orðs og æðis? Fólk sem var blindað af græðgi og kunni ekki að bera virðingu fyrir öðru fólki og lífi þess og framtíð?

Framtíðin sem við verðum að freista þess að skila af okkur þarf að ver laus við úrþvætti eins og Þorstein Má Baldvinsson, Kristján Ragnarsson, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson.Mér býður við að lifa í sama samfélagi og svona hyski og eiga á hættu að sjá inní opið smettið á því. Smettið á fólki sem er heltekið af slíkri illsku og mannvonsku og kann ekki að skammast sín. 

Nú er lag að þjóðin losi sig við Kvótakerfið sem var það versta sem hent gat þessa þjóð og er hreinn valdur að falli bankanna og gjaldþroti þjóðarinnar. ICESAVE fer í þjóðaratkvæði og ekkert sem réttlætir að kjósa ekki um kvótakerfið. Ef þessi ríkisstjórn vogar sér að afnema ekki þetta kvótakerfi með öllu eða setja þetta í þjóðaratkvæði núna er þetta fólk ekkert skárra en það hyski sem ég hef verið að lýsa hér að framan. Að ganga erinda fárra í einhverju pólitísku plotti er ekki fyrirgefið lengur þjóðin krefst heiðarleika.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sammála öllu sem þú segir, þetta er allt rétt og satt ...

Þessir þjóðníðingar skriðu út úr háskólunum og við sjómenn borguðum fyrir þá námið með því að selja stjórnvöldum gjaldeyririnn okkar á útsölu í Seðlabankanum og til hagsbóta fyrir heildsalanna.

Þessir gemlingar voru fullir af minnimáttarkend gagnvart okkur af því þeir vissu hvaðanpeningarnir komu en svo fóru þeir að fyrirlíta okkur og öfunda vegna peninganna sem við bjuggum til upp í hendurnar á þeim og þjóðinni.

Þeir vissu sem var að þeir mundu aldrei geta staðið jafnfætis okkur í mannlegri reisn og ákváðu þess vegna að stela af okkur fiskveiðiauðlindinni og gera okkur að þrælum.

Ef þetta er ekki þjóðarmorð þá veit ég ekki hvenær hægt væri að tala um það.

Níels A. Ársælsson., 22.2.2011 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband