Sóknarmark / Kvótakerfi í Þjóðaratkvæði!

Nú liggur fyrir þjóðinni að fara í kosningar um ICECAVE og sennilega velja þjóðlagaþing or er þá ekki best að taka klafan af veikburða Alþingi sem ekki hefur haft dug til að velta burt Kvótakerfinu í 27 ár þrátt fyrir yfirgnæfandi andstöðu þjóðarinnar við þetta kerfi.

Þetta er sára einföld athöfn og mun skila okkur hreinum þjóðarvilja í þessu máli. Lögin um stjórnun fiskveiða sem voru við líði 1983 voru góð og slípuð lög sem stóðu vel undir stjórn veiðanna og höfðu þann góða kost að bæði byggja upp stofnanna og hámarka afraksturinn. Eina sem þarf að bæta inn í þessi lög eru ákvæði um allan fisk á markað, auðlinda gjald og meiri sveigjanleika fyrir útgerða aðila sem eiga skip sem þeir vilja senda á fjarlæg mið og nýta þannig stopp daga sína. 

Útgerðamenn hafa sýnt þjóðinni þá fyrirlitningu að þeir séu tilbúnir að lama hér atvinnulíf og stoppa veiðar í ótiltekinn tíma til að þvinga þjóðina í að halda hér gangandi fiskveiðistjórnunnarkerfi sem hvorki hefur reynst hæft til að vernda veiðistofnanna né hámarka afraksturinn. Ógeðfelld hegðun sumar útgerðamanna gagnvart þjóðinni og þegnunum ætti að vera næg ástæða okkar að nota nú þetta tækifæri til að fá á hreint hvort eigandi fiskveiðiheimildanna er til í frekari "samningaleið" með þessu fólki eða vill taka aftur stjórn á þessari auðlind í sínar hendur og taka upp kerfi sem virkar á sanngjarnan hátt við nýtingu stofnanna. 

Valið getur staðið á milli Kvótakerfis(samningaleið og sægreifar) og Sóknarmarks 1983 aðferðina (frelsi einstaklingsins til athafna). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband