20.2.2011 | 12:23
Skrípaleikurinn með Kvótann OG VEÐIN!
Heiftarleg viðbrögð kvótahafa leiða hugann að því hve kirfilega þessir aðilar innan LÍÚ héldu að þeir væru á 18 ára ferli búnir að reyra sig í sessi. Með því að reka fólk úr vinnu og standa í hótunum við hina og þessa í samfélaginu troða mönnum inní pólitíkina með galgopana Davíð og Halldór fremsta þar í flokki hélt þetta fólk að það gæti ráðskast með fiskinn í sjónum og notað aflaheimildir til að teikna upp lánshæfni fyrirtækjanna.
Það er alveg einstakt hvernig bankar létu draga sig inní þessa risalána úthlutanir byggðar á framtíðarveiði. Sagan hafði sýnt að allt þyrfti til til að útgerðir hefðu burði til að borga útgerðakostnað og hafa afl til að endurnýja skip sín. Hvernig spilling var í kringum þessar lánúthlutanir. Var strax gengið út frá því að þessi lán yrðu aldrei borguð en til að réttlæta úthlutunina voru búin til þessi veð sem byggðust á verði á framseljanlegum kvóta?
Verð á framseljanlegum kvóta? Þarna stóð nú hnífurinn í kúnni. Nú kom ár þar sem allt var fullt af þorski á miðunum. Skipin gátu hvergi kastað alls staðar þorskur! Átti ekki að auka við kvótann? Lá það ekki beinast við? Nei Nei það mátti alls ekki auka kvótann... VEÐIN... með því að auka kvótann fengju allt of margir allt of mikið af fiski og verð á framseljanlegum kvóta myndi hrynja og það mátti alls ekki ske.
Svona er þjóðin á síðustu 18 árum búin að horfa á bak minnst 4 afla skeiða þar sem ekki var veiddur fiskur sem lá beinast við að taka og hefði komið til hagsbóta fyrir þjóðina. En klíkan í kringum Þorstein Má valtaði yfir allt og alla innan Sambands Frystihúseigenda og LÍÚ og stóð í vegi fyrir að við tækjum þennan fisk. Það var ekki hugsað um tekjurnar sem kæmu þjóðfélaginu til góða nei eina sem ekki mátti ske var að VEÐIN inní bönkunum rýrnuðu.
Hvað varð um þennan fisk sem var nú um allan sjó og gekk svo langt að sögur af að stórfiskur var farinn að af éta sig OG hvarf síðan og sást svo ekki árið eftir. Jú þessi fiskur fór eitthvað annað í fæðuleit. Hann kom okkur þjóðinni aldrei til góða. En versta er að hér valsar um fólk sem vasast með aflaheimildir þjóðarinnar en ber engar taugar til þess að skila sem mestu aftur til samfélagins þvert á móti gerir allt til að svívirða þjóðfélagið eins og komið hefur fram í hótunum um að lama atvinnugreinarnar. Í því sjá menn fingraför afglapans Þorsteins Más Baldvinsson sem kann sér ekki hóf í GRÆÐGINNI.
Um hvað á stjórnun fiskveiða að snúast? Uppbyggingu og hámarks afrakstur þjóðfélaginu til hagsbóta. Hverjir eiga þá að veiða fiskinn? Þeir sem hafa til þess menntun og getu. Hverjir eiga að vinna fiskinn. Allur fiskur fer á markað og allir sem vilja og nenna geta keypt fisk ti vinnslu og útflutnings. Af hverju er þetta ekki stefna Sjálfstæðisflokksins?? Þetta er "frelsi einstaklingsins til athafna" hugtak sem Davið Oddson gerð að skrípi í munni Sjálfstæðismanna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.