19.2.2011 | 14:40
Sannleikurinn er sagna bestur
Sigmundur Ernir og Samfylkingar fólk, sem nú klæjar í lófanna að sleikja sig upp við "sægreifana" og þá sennilega Sjálfstæðisflokkinn, sem skriðið hefur eins og padda fyrir Þorsteini Má í 20 ár, reynir nú að beita lyga áróðri gegn sóknarmarki með því að lýsa yfir að fyrir kvótann hafi útgerðin verið á hausnum. En hver er sannleikurinn í þessu?
Núna er þjóðin á hausnum en fyrir kvótakerfið keypti útgerðin 130 nýja eða nýlega skuttogara og byggði flottustu frystihús í heimi. Við byggðum borgarsjúkrahús frá grunni núna getum við ekki stækkað Landspítalann. Við byggðum Breiðholtshverfið án þess að arðræna bankana við þurftum ekki að selja símann og orkufyrirtækin heldur byggðum við Sigöldu. Hvað fær menn eins og Sigmund Ernir og samfylkinguna til að grípa til lyginnar? Græðgin í völd?
Jú það var slagur um gengið en útgerðin var að borga ný skip og samtenging milli útgerðar og vinnslu varð þess valdandi að fiskverð var ekki rétt skráð. 1982 og 83 voru fisk-markaðirnir að ryðja sér til rúms og krafan um allan fisk á markað varð æ háværari. Þess vegna liggur beinast við að við setningu sóknarmarks verði lögleitt að setja allan fisk á markað. Með því er skorið á óeðlileg áhrif vinnslu á útgerð skipanna og laun sjómanna. Eins getur þjóðin þá fengið réttlátt gjald fyrir veiðiréttinn og í sóknarmarki berst aftur á land smáfiskur sem kastað er í sjóinn í dag. Gífurleg verðmæti í afla sem seldur yrði í gegnum markaðina og arðurinn myndi renna í ríkissjóð.
Á sóknarmarks árunum var ég skipstjóri á skipi sem gekk vel og var eitt af best reknu skipum BÚR. Eitt árið kom í blöðunum listi yfir afrakstur skipa BÚR og var Snorri Sturluson með 5% tap. Ég sem skipstjóri á skipinu með hæstu tekjur skipa BÚR heimtaði að sjálfsögðu skýringu á þessu. Og ekki stóð á henni. Jú mér var sýnt hvernig allar stærstu skuldir BÚR höfðu verið skrifaðar á besta skipið sem þrátt fyrir að bera þessar skuldir var með jákvæða EBITU. Málið var að sjávarútvegsfyrirtæki blómstruðu á þessum tíma og uppbyggingin var gífurleg. Þessu ástandi eru andstæðingar breytinga úr kvótakerfi í sóknarmark að hafna og ætla grípa til lyginnar. Það verður ekki liðið nóg er komið af falsi og lygi í kringum sjávarútveginn. Það er EKKERT sem réttlætir áframhald kvótakerfisins.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.