1.2.2011 | 09:41
Nu hrin i Davið
Nu hrikkir i Daviðistunum þeir skilja ekki hvadan a sig stendur veðrið þegar ris upp folk a Alþingi og gerir eitthvað annað en þeim likar. Jon Bjarnason og nu Johanna eru byrjuð ad höggva burt Davið-ismann og syna ofbeldismönnum utgerðarinnar enga virðingu. Nu verður afnumið kvota-kerfið sem Davið er guðfaðir að og her tekið upp kerfi sem gerir öllum þegnum landsins jafn hatt undir höfði. Þa hrin i Davið sem getur ekki lengur kallað til fantinn sem hann hefur notað til að hota mönnum öllu illu afturkalli þeir ekki skoðanir sinar. Ömuleg endalok manns sem atti öll tækifæri til að vinna þjoð sinni heill en kaus að leggjast a sveif með eyðilegginaröflum.
Athugasemdir
Nú ertu eitthvað að rugla kvótakerfinu var ekki komið á þegar Davíð var í stjórn
Guðmundur Kristinn Þórðarson, 1.2.2011 kl. 10:17
Það voru vinstrimenn sem settu kvótakerfið og framsalið í lög. Þú ert kominn á Hala með staðreyndir málsins eða var það á Moskvutorgið.
Það má kannski frekar segja að Jón Bjarnason sé að höggva burt Jóhönnu-ismann því sú góða kona sat einmitt í þeirri ríkisstjórn sem lögleiddi framsalið.
Sveinn (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 10:50
Sæll Ólafur.
Velkominn á ritvöllinn. Ég fylgdist með þinni skipstjórnartíð og eins og fleiri dáðust að árangri þínum.
Það hefur lengi vantar umræðu á netinu þarsem menn ræða málin af þekkingu og reynslu og fúkyrðafólkið væri utangarðs.
Ég ber líka virðingu fyrir Þorsteini Má, þið hafið báðir skipt máli fyrir sjómenn og þeirra fjölskyldur.
Eigi vitræn umræða að eiga sér stað um kvótakerfið mega menn ekki nota það í pólitískum tilgangi, heldur hlusta á það fólk sem hefur unnið í því hingaðtil og ætti því að geta gefið marktækt álit.
Með kveðju, Vilhj
Vilhjalmur Jonsson (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 11:34
Sæll Vilhjálmur
þakka þér þitt "comment". Já við vorum samtíma menn í sjávarútvegi við ég og jafnaldri minn Þorsteinn Már og dáðist ég af þeim frændum þegar þeir byggðu upp glæsilegt fyrirtæki. Ég vitnaði of í þá þegar ég var að krítisera kvótakerfið til að sýna að þessir menn þyrftu ekki kvóta þeir myndu komast áfram í hvaða kerfi sem væri.
það var svo fyrir ári síðan að ég sendi svar grein til Halldórs Ásgrímssonar í moggann eftir að hafa fengið loforð um að greinin yrði birt. 2 dögum eftir að ég mailaði greinina hringdi Þorsteinn Már í mig til að spyrja mig hvort ég vissi ekki að hann hefði verið á bak við Sigurbjörn Svavarsson þegar hann bolaði mér út úr útgerð í Afríku sem ég hafði komið upp og í kjölfarið á því að hann hafði látið reka mig af Viðey. Eftir þetta hafði ég samband við mann hjá Hampiðjunni og hann staðfest að þorsteinn hefði verið einn af þeim útgerðamönnum sem komu í Hampiðjuna þegar ég kom fram fyrir Frjálslynda flokkinn og hótað að hætta öllum viðskiptum við fyrirtækið ef ég yrði ekki þegar í stað rekinn frá fyrirtækinu.
Þarna fékk ég vitneskju um að þessi eldklári útgerða maður var búinn að vera að plotta eignarnám á kvótanum frá 1993 og lét ekkert standa í veginum fyrir áformum sínum. Eg er hræddur um að virðing mín fyrir Þorsteini Má sé orðin að engu Vilhjálmur og leitt þykir mér að sjá að margir mætir menn í útgerðinni eru búnir að koma sér í þá stöðu að þeim finnst þeir verða að eltast við vitleysuna sem Mái er að leika núna.
Ólafur Örn Jónsson, 1.2.2011 kl. 21:42
Halldór Ásgrímsson setti kvótakerfið á til að ganga erinda nokkurra frystihúseigenda á Norðurlandi sem ekki sættu sig við að taka við karfa, ufsa og ýsu vildu bara þorsk í húsin. Ekki gátu þeir unað að skrapfiskurinn færi á markað svo þeir fóru með þessa tilögu til Halldórs og hann lét hafa sig útí þetta. Ekki tókst betur til en svo að þetta varð aðeins til reynslu í eitt ár. Renslan var mjög slæm. Menn keyrandi út og suður að leita að "réttu" tegundunum. Samt fékk Halldór þetta skrípakerfi framlengt í 4 ár eða þar til Davíð tók þetta kommuniska kerfi upp á arma Sjálfstæðisflokksins fyrir tilstuðlan Þorsteins Más og Kristjáns Ragnarssonar og var nú tekið upp frjalsa framsalið sem síðan endaði með gjalþroti þjóðarinnar. Og ekki ætla þessir menn að stoppa.
Ólafur Örn Jónsson, 1.2.2011 kl. 21:54
Hvað varðar Halann Sveinn leið mér alltaf vel þar en að kenna mig við Moskvutorg á nú ekki við. Ég var sjálfstæðismaður og kaus meira segja Davíð einu sinni en þegar hann sýndi sitt rétta andlit sá ég að Davíð var ekki í stjórnmálum til að vinna þjóðinni hag og kaus hann ekki eftir það. Kvótakerfið er á til reynslu þar til Davíð verður forsætisráðherra og eftir opinbera heimsókn til Samherja var framsalið samþykkt sem lög eða reglugerð. Framsóknarflokkurinn var einhverstaðar í litrófi stjornmálanna bara þar sem þeir gátu hyglað sínum. Vinstri menn komu ekki að þessu og samþykktu aldrei kvótann sem lög.
Ólafur Örn Jónsson, 1.2.2011 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.