Ef breytingar á fiskveiðistjórninni leiða til gjaldþrota

Ef fer eins og Björn Valur spáir eru þær útgerðir þegar farnar á hausinn því að þær hafa verið of skuld settar. Skuldir umfram eignir. Að sjálfsögðu er þetta ástæða þess hvernig útgerðin fer fram með slíku offorsi sem við erum vitni að. Þær eru á hausnum ef þær fá ekki niðurfellingu skulda sem notaðar hafa verið til að borga fólki fyrir að fara út úr útgerð. Útgerðirnar þurfa "samningaleiðina" til að hafa ráðrúm til að ná peningum út úr bönkunum eins og Skinney/Þinganes gerði. Er þetta það sem þjóðin ætlar að taka á sig í kjölfar hrunsins. Að fara að halda uppi flottræflum sem komið hafa sér fyrir tvist og bast um allan heim? Hvað segir Björn Valur um útgerðirnar sem eiga ekki kvóta en fá nú að fara út á sóknar mark og mun eflaust gera það gott og verða sjálfbær fyrirtæki sem landa afla á markaðina öllum í sjávarútvegi til aukinnar velsældar. Er ekki gott að jú þegar þeir sem komnir eru á hausinn hvort sem er hverfa komi nýjar útgerðir með nýtt blóð og geri það gott?


mbl.is Leiðir til gjaldþrota í sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband