30.1.2011 | 18:32
Næstu skref Jóhönnu
Nú talar Jóhanna um að gefa eigi þjóðinni kost á að kjósa um "samningaleiðina"??? Ætlar Jóhanna að falla í þá gryfju að gefa þjóðinni kost á að kjósa um eitt kvótakerfi í stað annars? Þetta er hrein móðgun og svik af hálfu Jóhönnu ef af verður því að þjóðin vill fá að kjósa um kvóta eða ekki kvóta. Það má t. d. gefa kost á að kjósa annars vegar um samningaleiðina og sóknarmarkið. Verði sóknar markið ofaná þarf ekkert annað en að setja það í lög og þarf ekki einu sinni að kalla skipin inn til að skipta yfir. Hér verða engin Ragnarök.
Ég get fullyrt að ef farið verður í Sóknarmark með tilskipun um allan fisk á markað þá tekur aðeins 6 mánuði að skapa hér eitt fjölskrúðugasta og skilvirkasta umhverfi í kringum sjávarútveg í heiminum og má reikna með að atvinnuleysi hafi minnkað um helming. Og innan tveggja ára munum við hafa eytt öllu óeðlilegu atvinnuleysi og munum sjá byggðarlög eins og Vestfirði blómstra í stað þeirrar auðnar sem bíður þeirra í dag. Við munum aftur stefna í að verða hamingjusamasta, ríkasta, besta og réttlátasta þjóð í heimi.
Eitt er víst útgerðaaðilar mega vita að ekki munu fleiri ganga frá útgerðinni með fulla vasa af peningum. Íslenska þjóðin hefur ekki efni á að halda uppi hirð (hirðfíflum) út um hvippinn og hvappinn að sólunda framtíðartekjum sjómanna og þjóðarinnar. Megin ástæða þess offors sem útgerðin fer fram með er útaf þeirri skuldsetningu sem menn hafa sett fyrirtækin í. Með því að geta á einhvern hátt framlengt kvótakerfið eygja þeir von að fara Skinney Þinganes leiðina og láta þjóðina taka yfir að borga lánin sem notuð voru til að leysa menn út með milljörðum. Það verður að stöðva þetta ferli og leggja kvótakerfið niður ekkert annað er réttlætanlegt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.