27.1.2011 | 00:51
Stíðið í algleymingi
Nú ættu augu okkar allra að vera opin fyrir hve langt útgerðaraðilar og verndarar kvótakerfisins leyfa sér að ganga. Dómur hæstaréttar er allt sem þarf. Fyrst var þjóð og ríkisstjórn sýnd fyrirlitning þegar hótað var að hætta veiðum og leggja skipum og nú er farið gegn tilraun þjóðarinnar að skapa hér aftur lýðræði. En þetta þarf ekki að vera endir frekar upphaf. Það tók 2 mánuði að setja hér á kvótakerfi á sínum tíma og þarf ekki meira en einn mánuð að setja hér aftur SÓKNARMARK. Ef Jóhanna vil vera leiðtogi og standa við þann vonarneista sem hún gaf þjóðinni um áramótin á hún að bera þegar í stað fram frumvarp um breytingu á fiskveiðistjórninni burthvarf aftur í sóknarmark og skera þar með undan þessum ofbeldis lýð sem ekkert er heilagt. Við skulum sjá hvaða leppalúðar á þingi þora að greiða atkvæði gegn þjóðarvilja og styðja áframhaldandi mannréttindabrot. það er aðeins þrennt sem fær fólk til að réttlæta kvótakerfið það eru hótanir, heimska og GRÆÐGI. Látum þá þingmenn sem eru á mála hjá útgerðaaðilum koma fram við nafnakall og gera sig að fíflum í pontu Alþingis fyrir framan alþjóð. PS Þorsteini Má er mjög illa við orðið GRÆÐGI og gengur af göflunum þegar hann heyrir mig nota það.
Athugasemdir
Sæll Ólafur, og takk kærlega fyrir mjög svo áhugavert bréf sem þú sendir mér um daginn.
Ég held að allur almenningur geri sér ekki nokkra grein fyrir því hversu yfirgengileg frekja og yfirgangur er í þessu sérhagsmunaliði. Það fær aldrei nóg, er óseðjandi og valtar yfir allt og alla ef með þarf eins og þú eru búinn að fá að kynnast. Þá vitum við báðir hvernig þeir vinna á bak við tjöldin, una sér aldrei hvíldar frekar en moldvörpurnar.
Það er algert lykilatriði að Jón Bjarnason komi einhvern næstu daga með nýtt frumvarp sem sprengir upp þetta kerfi sem nú er. Ég geri mér þó ekki von um að það verði snúið að sóknarmarki þó það sé eina vitið. Þó gæti hann byrjað á því að feta sig í þá átt með því að gefa mönnum í einhverjum útgerðarflokkum kost á því að velja daga sem væru jafn margir og sjódagar þeirra á síðasta ári. Ef menn eru svona skíthræddir við afleiðingarnar, þá mætti jafnvel prófa það á einhverjum tilteknum útgerðarstað á landinu og sjá svo hvernig tekst til.
Og það er rétt hjá þér, það þarf að leggja fram frumvarp með umtalsverðum breytingum sem opnar kerfið og afnemur framsalið... þá sjáum við eins og þú segir hversu marga starfsmenn LÍÚ raunverulega hefur á Alþingi - á launum hjá þjóðinni.
Atli Hermannsson., 28.1.2011 kl. 15:40
Já Atli ég hef aðeins heyrt af einu kvóta kerfi sem er úthlutað á sanngjarnan hátt. Það er til stjórnunar á rækju veiðum í Kaliforníu flóa. Þar er duglegum skipstjóra afhentur veiðikvóti til 25 ára. Á þeim tíma á hann að hafa komið sér það vel fyrir að hann þarf ekki meir á kvótanum að halda og kvótinn er færður á þann sem hefur mesta reynslu af veiðunum og fær hann kvótan næstu 25 ár.
Hér er helst að sjá að kvóta verði úthlutað einu fullfermi fram í tímann? En kvóti á botnfisk getur varla gert bæði að hámarka nýtingu og byggja upp stofnanna. Það hefur ekki gerst og mun ekki gerast. Þjóðin hefur séð á bak minnst 5 afla skeiðum í þorski sem ekki voru veidd og fiskurinn flutti sig annað. Enginn veit hve miklu við höfum misst af ufsa sem aldrei hefði átt að vera í kvóta svo mikið er af honum. Allt of mikið af djúp karfa var veiddur í stað grunn karfa og hrundi djúp karfa stofninn í skerjadýpi út af þessu. Enginn hlutaði á varnaðar orð mín i því máli.
Nei hér er allt annað uppi á borðinu en að byggja upp. Hér er verið að freista þess að keyra áfram þar til þau fá lánin afskrifuð eða ná að stela út á þau eins og Skinney Þinganes gerði með trillunum og fékk 2,3 milljarða afskrifaða. Þjófnaður um hábjartan dag
Ólafur Örn Jónsson, 30.1.2011 kl. 01:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.