Sóknarmark er fyrir byggðirnar

Hetjurnar okkar á þingi Jón Bjarnason og Ólína gerðu rétt að vekja athygli á því sem er að gerast a Flateyri og víðar um landið. Það er við svona aðstæður sem óréttlæti kvótans er mest. Hér kæmi stjórnun með sóknarmarki best að gagni. Á svona stöðum og við svona aðstæður þarf unga fólkið að hafa tækifæri og hefja útgerð. Það er furðulegt að þingið skuli ekki afnema kvótann á trillurnar. Menn hlógu að þessu þegar þetta var sett á og var þetta bara prinsipp mál Kristjáns Ragnarssonar að eyðileggja líf fleiri manna bara svo hægt væri að kaupa þennan fisk inní stærri fyrirtækin. Við sem vorum við veiðar þegar þessi fíflagangur átti sér stað hlógum af þessu vitandi ef handfæra bátar ógnuðu þorsk og ýsu stofnunum væri þetta bara búið hérna og eins gott fyrir þjóðina að pakka og fara. Frjálsar handfæra veiðar með einhverju sóknar marki til að forða mönnum við stressi að róa í tvísýnum veðrum ætti að taka upp þegar í stað og þarf ekkert að halda að þessar veiðar eyði stofnunum.
mbl.is Vandamál Flateyrar kvótanum að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband