16.1.2011 | 09:52
Hetjan Jón Bjarnason
Enn sýnir Jón Bjarnason að hann er inná þingi til að framfylgja vilja þjóðarinnar. Jón er að sýna að hann er sannanlega hetja og ber af öðrum þingmönnum og ráðherrum sem sýnt hafa hugleysi gagnvart utanaðkomandi öflum í þjóðfélaginu. Það þarf mikið hugrekki til að vera jafn staðfastur og heiðarlegur og Jón Bjarnason.
Þingið er nú í mörg ár búið að sitja undir því að lög um stjórnun fiskveiða brjóta í bága við mannréttindi. Hvernig getur þjóðin látið það viðgangast að ein stétt hefur komist upp með það að hóta þjóðinni svo að enginn þorir að hreyfa legg né lið í að standa vörð um fólkið og afkomu þess gagnvart slíkum kónum. Ég bið fólk að standa við bakið á Jóni Bjarnasyni hann er að gera það sem þingmenn hefðu átt að gera fyrir mörgum árum. Þeir sem vilja stunda útgerð gera það eftir þeim reglum sem þjóðin setur. Þeir sem ekki vilja stunda útgerð fara að gera eitthvað annað.
Athugasemdir
Ég styð Jón Bjarnason og frjálsar krókaveiðar. Ég styð Ólínu með kvótamálin. Ég mun aldrei styðja flokka þeirra. Nú gilda bara persónur og sem betur fer þá er alltaf að stækka hópur fólksins.
Valdimar Samúelsson, 16.1.2011 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.