Sóknarmark vs Kvótakerfi

Ég merki í greinum manna sem fjalla um aðferðir við verndun fiskstofna og stjórnun veiðanna að menn miskilja sóknarmarks aðferðina. Eftir að hafa unnið sem skipstjóri á sóknarmarki og í kvótakerfi er enginn vafi í mínum huga að eina leiðin til að byggja upp fiskstofna hratt er að nota sóknarmark. Sóknarmark virkar eins og að rækta garðinn sinn eða eins og bóndinn stýrir beitinni frá einum reit til annars. Stressið er tekið af með að skipin hafa bara vissa daga til að veiða og aðal atriðið er að koma með góðan verðmætan fisk að landi. Ef áhöfn er góð þá kann hún að ganga frá fiski. Engu breytir hvort mikið veiðist eða litið frágangur hjá slíkri áhöfn er alltaf góður. Allt sem kemur inn fyrir kemur í land ekkert brott kast. Menn ákveða sjálfir hvernig þeir tímasetja sóknina hvort sem er í þorskinn eða annan fisk og hvenær þeir vilja taka stopp daga þannig að það henti hverri útgerð best.  Árvissir reitir eða heilsárs reitir í kringum uppeldis svæði eða afmörkuð hrygningar svæði eru lokuð fyrir og yfir hrygningu. Ef mikið veiðist sést strax styrkur stofnanna og meira kemur í land og hægt er að fjölga sóknardögum í þá tegund sem er í vexti og öfugt og næst þannig alltaf hámarks afli út úr stofnunum. Í þessu tilfelli kemur stærsti galli kvótakerfisins í ljós. Aukning og minnkun leyfilegast afla hverju sinni kemur alltaf of seint af því ráðgjöfin byggir alltaf á gömlum upplýsingum og hefur þjóðin þurft að horfa á 4 eða 5 stór afla tímabil  fara í súginn útaf þessu. Hvað varðar skipin og veiðina varð staks ljóst hve hrikalegt óhagræði fylgir kvótakerfinu og eru skipin meira og minna að eltast við fisk sem ekki finnst hverju sinni í stað þess að taka það sem hendi er næst og hugsa ekki um það sem ekki fæst. Eina hagræði sem útgerða menn sjá við kvótann er best lýst með orðum Hannesar Hólmsteins á youtube "þetta var algjör snilld þarna eru bara allt í einu fullt af peningum". Þarna var Hannes að lýsa framtíðar aflaverðmæti útgeranna FYRIR HLUTASKIPTI! Það er verið að veðsetja framtíðar afla eins og hann renni óskiptur í vasa útgerðanna. Ef menn vilja fá staðfestingu á uppbyggingar krafti sóknarmarks skulu menn skoða tvö fyrstu árin í kvótakerfinu 1984 og 85 sem eru stærstu þorsks árin á kvóta tímanum og síðan árin þar á eftir fram til 1990 er stofninn var hruninn. Ég fullyrði að ef ekki hefði komið til þetta kvótakerfi værum við ein ríkasta þjóð í heimi í dag ég meina öll þjóðin.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband