Tímasetning Jóhönnu



Tímasetning Jóhönnu



Tímasetning Jóhönnu á yfirlýsingu um breytta tilhögun á fiskveiðistjórninni
var góð og má ríkisstjórnin vita að þegar þeir setja markmiðið og halda
ótrauðir áfram þá hafa þeir fylgi mikils meirihluta þjóaðarinnar að baki sér.
Ef það er virkilega ætlun ríkisstjórnarinnar að afnema spillingu og hrossakaup
í útgerð og fiskvinnslu er best að breyta umsvifalaust yfir í Sóknarmark og
nota reglugerðina sem var við líði áður en kvótinn var settur á nær óbreytta.
Það var orðið þjált í framkvæmd og menn sátu allir við sama borð.  Eina aðlögunin sem þarf að gera núna er vegna
þess fjölda frystiskipa sem eru í flotanum í dag. Gera verður skipum kleift að
taka alla stopp daga út í einu ef þeim hugnast að fara á fjarlæg mið. Reynsla
okkar af sóknarmarkinu var góð og sátt var um kerfið svo ekkert er að óttast.
Hér verða sannanlega enginn ragnarök.



Það er gott að skifta yfir í Sóknarmark núna fiskstofnarnir að styrkjas og
markaðir góðir. Nú er lag. Ekki þarfað hika. Þegar horft er til breytinganna er kvótinn var settur á er engin þörf
fyrir ríkisstjórnina að ráðskast við einn né neinn. Þetta er vilji þjóðarinnar
og ef einhver er ekki til í að vinna eftir þeim reglum sem þjóðin (eigandinn)
setur þá er þeim frjálst að hætta útgerð eða fara með sína útgerð annað þar sem
þeim hentar betur að gera út. Allir hafa val.



Stirt er á milli ríkistjórnar og sjómanna útaf sjómanna skatta afslættinum.
Með því að skikka allan fisk á markað ætti ríkistjórnin að koma vel til móts við
marga sjómenn en til framtíðar litið þarf sennilega að setja einhverskonar
ákvæði inní skattalögin sem tekur á hvar menn þéna sín laun hvar svo sem í
starfsstétt þeir standa. Erlendis er þetta þekkt fyrirbrigði og réttlætist af
því að af hverju á maður sem ekki eyðir nema broti af símum tíma í landinu að
greiða sama skatt og aðrir sem búa og njóta þjónustu hins opinbera allt árið.



Með setningu Sóknarmarks og allan fisk á markaðsverð breytist allt þetta
umhverfi og  það verða bestu útgerðirnar
með bestu skipin og bestu áhafnirnar sem bera mest úr bítum og þetta verður
allt undir mönnunum sjálfum komið. ( Sorrý mér finnst svo skrítið að þetta
kerfi sé ekki á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins )? Ríkisstjórnin getur haldið
ótrauð áfram þessa leið og þarf ekki að líta um öxl. Fólkið  fylgir stjórn sem fylgir skýrum vilja
fólksins. Þannig verða til leiðtogar. Alþingi er verkfæri þjóðarinnar og ekkert
annað en þjóðarhagsmunir eiga þar heima.



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband