Færsluflokkur: Kjaramál
9.3.2012 | 23:29
Spyr vonandi um Sóknarmakið
Vonandi fær Steingrímur upplýsingar um Sóknarmark Færeyinga og skilur að það er hægt að stjórna veiðum með öðrum hætti heldur en íslenska kvótakerfinu sem brýtur gegn mannréttindum og er siðlaust og óréttlátt.
Siðleysið sem fellst í framkvæmd íslenska kvótkerfisins verður augljósara með hverjum deginum. Nú er Ragnar Árnason búinn að grafa upp 20 ára gamalt fyrirbrigði í þeim tilgangi að hjálpa Moggahirðinni að setja á legg eftirlits kerfi í formi SJÁVARKLASANS þar sem búið er að innlima með góðu eða illu alla sem vilja hafa viðskipti innan sjávarutvegsins. Með þessu er búið með ofbeldi að hnýta alla saman og enginn innan SJÁVARKLASANS má ráða eða hafa í vinnu menn sem lýsa skoðunum sínum á kvótakerfinu eða launakjörum í sjávarútvegi. Eins skulu þau fyrirtæki sem hljóta náð SJÁVARKLASANS lýsa yfir stuðningi við kvótakerið og þann áróður sem á oss dynur.
Það var farið að hitna í kringum númerið sem notað hefur verið til að hóta mönnum og þurfti að koma þessu í "betra og fastara horf". Ekki það að honum hafi leiðst að hrella menn.
Ráðherrar funduðu í Færeyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.6.2011 | 17:16
KÓTAPÚKINN ÁTTI SÉR SKRIÐKVIKINDI Í VINSTRI GRÆNUM sjá Fréttablaðið í dag Laugardag. .
Nú sjá menn hver það var sem flæktis fyrir gerð frumvarps um fiskveiðistjórnun allan tímann frá upphafi starfs núverandi ríkisstjórnar.
Í fréttablaðinu lýsir Skriðkvikindi Kvótapúkans því að best sé að festa hér í sessi óbreytt kvótakerfi að hætti Þorsteins Má Baldvinssonar.
Hann er ekki að leyna því hvernig hann hefur allan tímann, sem menn hafa verið að freista þess að gera lagfæringar á kerfinu, verið það eyðileggingar afl sem flækst hefur fyrir framþróun frumvarpsins sem nú er ónýtt og verður aldrei.
Jóhanna á við vanda að glíma með svona SVIKARA innan borðs en þarna sjáum við hvernig Kvótapúkinn vinnur. Grefur sig inn í fyrirtæki og stofnanir og eitrar innan frá.
Gefum þjóðinni kost á þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem kosið verður á milli kvótakerfis leið Hreyfingarinnar og Sóknarmarksins. Þjóðin á rétt nú verður að nota hann.
SÓKNARMARKIÐ ER RÉTTLÁTT KERFI OG SLÆR KÖLD ÖLL RÖK LÍÚ KLÍKUNNAR
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)