Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
14.2.2013 | 23:39
Fara í ódýrar eða endurfjármagna ... enga skrípaleiki meira
Hvaða andskotans vitleysa er núna í gang? Er verði að reyna að nota OR til að kaupa húsið sitt tvisvar sinnum.
Ef húsið er of dýr þá hlýtur að verða að fara í dýrara húnsnæði?
Ef húsið er það sem OR þarf þá verður að leita tilboða í fjármögnun til langs tíma á innlendum markaði. Eignin í húsinu eykst þá smám saman og þarf ekki að kaupa það aftur. Allt betra en að taka svona snúning á borgarbúum til að hygla einhverjum fjárfestum. Erum við að fara í 2007 aftur og nýbúnir. Svona má ekki eiga sér stað.
![]() |
Ástæðulaus ótti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 15.2.2013 kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2013 | 11:25
Lágmarks þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslu verði 30%
Þjóðaratkvæðagreiðslur og beint lýðræði er það sem koma skal í stjórnmálum þjóðarinnar. Með nýrri tækni og greiðari aðgang að upplýsingum ætti að koma á 2 til 3 dögum á ári sem verða þjóðaratkvæðadagar og verða þar lögð þau mál sem einhverra hluta vegna fara í þjóðaratkvæði.
Krafa 10% þjóðarinnar - vilji flutningsmanna á þingi (kannski minnihluti) - Forseti sér ástæðu til að grípa til málskotsréttar - hvaða þingmenn eiga skilið að fá bónus það tímabil
Nú koma fram tillögur að í stjórnarskrá verði settar hertar reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur og talað um yfir 50 % þátttaka eða jafnvel meira. Ég skal fallast á að 30% þátttaka sé lágmark en ekki meira. Ég vill að ég hafi áhrif án þess að ég þurfi að mæta og kjósa. Ég vill að ég geit stutt meirihlutann þar sem ég get hugsanlega verið skoðanalaus á þessu tiltekna máli. "Segjum til dæmis lög um að ekki megi vera að stripplast heima hjá sér". Mér er andskotans sama hvort menn stripplast heima hjá sér af hverju ætti ég að kjósa í því máli. Nei ég sit heima þar sem ég er fylgjandi hverju sem niðurstaðan verður. Það er síðan of seint fyrir mig að vera vitur eftir á.
Við verðum að læra að lifa í beinu lýðræði og taka ábyrgð á skoðunum okkar með atkvæði okkar það er okkar lýðræðislega skylda eins og það er lýðræðisleg skylda þingmanna að fara eftir vilja þjóðarinnar sem fram kemur í skoðana könnunum.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2013 | 23:03
Einu sinni höfðum við frelsi í sjávarútvegi ... núna EINOKUN.
Fyrri grein "Sóknarmark" frjór tími frelsis Kvótakerfið íslenska var sett á á röngum forsendum og af annarlegum hvötum manna sem ekki gátu sætt sig við að sitja við sama borð og aðrir. Fámenn klíka manna á vegum frystihúsa á Norðurlandi gátu ekki sætt sig við þá framþróun sem átti sér stað í sjávarútvegi. Frelsið og markaðsþróunin var þeim ekki að skapi.
Illa gefinn maður úr þeirra pólitísku röðum sat í stól Sjávarútvegsráðherra og voru hæg heimatökin að gera breytingu sem tryggði þessum einokunar sinnum þeirra vilja. Losuðu þá við samkeppnina um fiskinn og tryggðu þeim það hráefni sem þeir höfðu búið húsin til að vinna og losuðu þau við kvöðina að veiða fisk sem þeir kunnu ekki að meðhöndla.
Þessir menn skildu ekki og vildu ekki þá hagræðingu sem var að ryðja sér til rúms á SV-landi þar sem "nýju" fiskmarkaðirnir voru að gera mönnum kleift að sérhæfa hús sín vinnslu á einni eða tveim fisktegundum og láta frá sér aðrar tegundir gegnum markaðina. Þróun sem hugnaðist öllum vel og flýtti fyrir framþróun í vinnslunni.
Í stuttu máli var besta fiskveiðistjórnkerfi veraldar þróuðu í samvinnu við íslenska sjómenn Sóknarmarkinu sem mikil sátt var um hent fyrir róða og upp tekið versta og spilltasta fiskveiðistjórnkerfi sem völ var á Kvótakerfið illræmda sem aldrei hefur verið sátt um í 30 ár.
Fiskveiðistjórn á að stuðla að tvennu. Hámarka afrakstur fiskveiðanna og byggja upp stofnana á sjálfbærann hátt. Báðum þessum markmiðum var náð með Sóknarmarkinu og var þróun hröð í að loka smáfiskasvæðum og uppeldisstöðvum á sama tíma og meðferð á fiski tók stórtækustu framförum sem við höfum séð fyrr og síðar.
Á þessum árum unnust stærstu markaðs sigrar bæði hvað varðar þorsks og karfa sem sýnir hve frjór þessi tími frelsis var í útgerðinni. Ein stór mistök voru gerð á dögum Sóknarmarksins sem annars gekk svo vel það var afnema "óvart" takmark á leyfisveitingu fyrir nýja skuttogara. ("þeir bara plötuðu mig" ST ). Þessi aukning á skipum seinkaði að við gætum fjölgað sóknardögum.
Þetta hafði ekki áhrif á þær útgerðir sem búnar voru að ná tökum á skuttogaravæðingunni og voru í góðum rekstri en aðrir sem voru að byrja frá grunni og þeir sem ekki kunnu voru í erfiðleikum og fóru á hausinn. En fátt er svo með öllu illt. Það komu aðrir í staðinn og tóku yfir skipin og breyttu þeim í glæsileg aflaskip og flottar útgerðir samanber Samherji.
Sátt og mikill sprengikraftur var í Sóknarmarkinu og var það nánast glæpur gegn þjóðinni að afnema þetta kerfi sem gekk svona vel og skilaði svona miklu. 1983 síðasta ár Sóknarmarksins var meiru landað á markaði en nokkru sinni fyrr og eftir stórátök útgerða og sjómanna þar sem sjómenn voru notaðir sem byssufóður útgerðar í baráttu útgerða við ríkið um gengisfellingar var mikill þrýstingur á að allur fiskur færi á markað til að skapa frið.
Því miður misstum við af þessu tækifæri en hurfum inn á myrkur EINOKUNAR og afturhalds þar sem útgerðirnar héldu utan um "sinni fisk" og byrjað var að sölsa kvótana undir fáar stórar útgerðir. Sjómenn misstu sína samningstöðu gagnvart útgerðinni og urðu að éta úr lófa þeirra sem þeim var fengið og má sjá niðurlægingu stéttarinnar í "kostnaðarhlutdeildinni" þar sem allur kostnaður útgerðarinnar er nú tekinn út fyrir skipti þrátt fyrir mesta (gengis) góðæri sem við höfum þekkt. T.e. Þessi kostnaðar hlutdeild var fyrst sett á sem "tímabundið" olíugjald en er nú orðið kolólögleg "kostnaðarhlutdeild" þar sem farið er bakdyramegin að hefðbundnum hlutaskiptum og launin þannig rifin niður með því að láta sjómenn borga útgerðakostnaðinn.
Viðskipti og fjármál | Breytt 14.2.2013 kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2013 | 03:31
Feneyjarnefndin slær Sjálfstæðismenn og Framsókn með blautri tusku
Álitsgjöf Feneyjarnefndarinnar er meira umfjöllun en dómur um stjórnarskrána. Þeir sjá forsetaembættið fram sínum bæjardyrum án þess að setja sig inní þjóðarsálina og virðinguna sem borin er fyrir sjálfstæðum forseta án stjórnmála valds.
Sérstakt er að nefndin skuli áætla að hér verði flokkadrætti í gangi og stjórnarandstaðan viðist hafa gefið í skyn að Stjórnarskráin verði aldrei að lögum? Þetta er nú ekki gott til afspurnar ef þetta er rétt skilið.
![]() |
Kjarkurinn er ekki meiri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2013 | 07:19
VILJINN ER ALLT SEM ÞARF
Alþingi er sendill þjóðarinnar og á að sjá til þess að fram kominn vilji þjóðarinnar fari í gegn um þingið. Nú eru komnar athugasemdir Feneyjarnefndarinnar og ekkert annað að gera en að herða á þeim ákvæðum sem þeir nefna. If there is a will there is a way á vel við hér og vona ég að þinginu beri gæfa til að klára þetta nauðsynlega mál.
Að hótast við þjóðina eins og Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hafa sýnt á þingi og sagt við Feneyjarnefndina er til háborinnar skammar fyrir þessa flokka. Hagsmunagæslan er komin út fyrir allan þjófabálk í röðum þessara manna, Hvers vegna ætlar einhver að kjósa þetta fólk? Það að ætla sér að hundsa vilja þjóðarinnar og hafna Stjóraskránni eftir kosningar til að ganga erinda hagsmunasamtaka hlýtur að nálgast LANDRÁÐ.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 07:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú liggur álit Feneyjarnefndarinnar fyrir og ekkert annað en á herða á þeim ákvæðum sem þau benda á og keyra frumvarpið í gegn og setja það í þjóðaratkvæðagreiðslu lögum samkvæmt. Lýðræðið gengur út á að virða vilja meirihluta þjóðar.
Það vekur athygli að eftir að nefndi fundaði eð Sjálfstæðisflokki og Framsókn gerir hún athugasemd við að þessir tveir flokkar segi sig ekki skuldbundna af vilja meirihluta þjóðarinnar og ætla ekki að sætta sig við nýja stjórnarskrá frá þjóðinni.
Hér upplýsa þingmenn þessara tveggja flokka grímulaust að þeir ætla að taka hagsmuni útgerðarinnar fram yfir skýran vilja þjóðarinnar. Þeir hafa lýst því yfir við nefndina að þeir telji sig ekki skuldbundna til að sætta sig við stjórnarskrá fólksins.
Ég spyr hvað segja lögin um LANDRÁÐ?
![]() |
Flókin ákvæði í stjórnarskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2013 | 06:12
Þá er álitið Fenyjarnefndarinnar komið og ekkert annað en klára málið
Þaðö var gott að fá álit sjárfræðing Feneyjarnefndarinnar og ekkert annað að gera en að lagfæra þær greinar sem þau gera athugasemd við og afgreiða frumvarpið til kosninga. Þjóðin talaði skýrt í Þjóðaratkvæðagreiðslunni svo það er ekki eftir neinu að bíða.
Annað mál er sú blauta tuska sem meðlimir Feneyjarnefndarinnar slengja í andlit Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna sem hóta að ganga gegn vilja´þjóðarinnar til að verja sérhagsmuni sjálftökufólks í útgerðinni.
Tökum eftir því að Meðlimir nefndarinnar funduðu með þingmönnum þessara flokka eins og öðrum og þetta er niðurstaðan. Þessir tveir flokkar ætla ekki og aldrei að sætta sig við lýðræðislega ákveðna stjórnarskrá og hóta að sniðganga lýðræðið og vera tilbúnir í valdarán til að koma í veg fyrir að vilji þjóðarinnar sé virtur í þessu mikilvæga ´máli.
![]() |
Mismunandi túlkun á Feneyjaáliti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2013 | 17:22
Hvaða hagkvæmni? Hvaða hagræðingu? Ljúga út í loftið til að ná fylgi.
Framsóknarflokkurinn hefur það eitt á stefnuskrá sinni að komast í stjórn hvað sem það kostar.
Þessi fáránlega yfirlýsing er partur af þessari stefnuskrá.
Lýtum á hagkvæmni kvótakerfisins fyrir þjóðina eiganda auðlindarinnar. Kvótinn hefur þá náttúru að úthluta aflaheimildum fyrirfram og byggja á reynslu liðinna ára en þó aðeins hálfu leiti síðasta árs! Þetta er galin leið þar sem aldrei í manna minnum hefur verið hægt með vissu að segja fyrir um fiskgengd sjá nýleg dæmi Síldina sem ekki var til í Breiðafirði í vetur (núna dauð í Kolgrafarfirði) og ýsugengd sem tálmar þorsk og steinbítsveiðar og má ekki auka veiði á þar sem þessi ýsa er ekki til í skýrslum Hafró. Við eru búin að tapa milljörðum á þessar ónákvæmni sem fellst í kerfinu.
þá er það hagræðingin. EINOKUN er hagræðing Framsóknarflokksins og höfum við séð það í landbúnaðarmálunum. Það er eitt sem Framsóknarmenn gleyma að nefna þegar þeir dásama hagkvæmnina af EINOKUN það er að aðeins nýtur sá er á heldur en fjöldinn tapar. Sama hvort um úthlutun búvöruleyfa eða veiðiréttar er að ræða. Allt sem Framsókn leggur í raun til er komið að Norðan í gegnum Hornafjörð og gengur flokkurinn grímulaust erinda kvóta-hirðarinnar sem vill EINOKA auðlindir hafsins um alla eilífð og koma í veg fyrir að þjóðin njóti ávaxtanna.
Framsóknarmenn vilja bara komast í ríkistjórn til að verja hagsmuni og maka krókinn annað vakir ekki fyrir á þeim bæ og hefur aldrei gert. Spilað er á vinsæl gælu mál með fagurgala eins og alltaf en markmiðið er eins og ég segi aðeins eitt.
![]() |
Hafna sértæku veiðigjaldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2013 | 14:16
Biðjum ekki um annan Gútto slag lærum af sögunni.
Hér fer óréttlæti vaxandi og auðlindirnar EINOKAÐAR á sama tíma og menn missa eignir sínar og fátækt eykst í ríkasta landi veraldar (miðað við hausatölu).
Það sem skeði í Gúttó getur skeð á Austurvelli á morgun verði þjóðin svipt réttinum til að koma fram vilja sínum. Stjórnarskráin sem samþykkt var í Þjóðaratkvæðagreiðslu er í uppnámi inná þingi. Ekkert má koma í veg fyrir að hún verði samþykkt til laga og lögð fyrir þjóðina tilbúin í vor.
Biðjum ekki um annan Gúttó slag
![]() |
Hlutu varanlega áverka við Gúttó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2013 | 12:37
Hvað um eignir okkar og EINOKUN auðlindanna. Bara best fyrir bankanna og útgerðina.
Hvernig geta menn sagt svona þegar menn og fjölskyldur eru búnar að missa eigur sínar. Þetta er eins og fyrirfram ákveðin niðurstaða góð fyrir Seðlabankastjórann og ríkistjórnina.
Það sem átti að gera strax eftir hrunið var að bjarga eigunum með því að bankarnir fengu ekki meiri kröfu á íbúðarhúsnæði en sem nam prósentum í eign fyrir hrun.
Og afnema hefði átt kvótakerfið með öllu strax eftir hrun og stór auka veiðar á flestum tegundum ef ekki öllum. Setja hér á sóknarmark með allan fisk á markað og leyfa veiðar 15 nýrra skipa í viðbót við það sem fyrir var. þetta hefði verið sprengja fyrir atvinnulífið hringinn í kringum landið og hér hefði nánast ekkert fundist fyrir hruninu.
Atkvæði fylgir ábyrgð. Fólk verður að gera sér grein fyrir að það skapar sér framtíð með atkvæði sínu við finnum bestu leiðina með því að snúa frá fjórflokknum og leiða heiðarlegt fólk til valda.
![]() |
Fórum bestu leiðina eftir hrun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)