Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
15.2.2015 | 08:26
Verði nýja kvótafrumvarpið lagt fram eru það ekkert annað en Landráð.
13.2.2015 | 06:50
FRÉTTATILKYNNING Stjórnarhópsins, baráttusamtaka gegn kvótakerfinu.
Fundur haldinn 12. febrúar í Sóknarhópnum sem eru baráttusamtök gegn núgildandi fiskveiðkerfi mótmælir væntanlegu lagafrumvarpi um stjórn fiskveiða.
1gr. upphaflega L38-1990 núgildandi laga um stjórn fiskveiða tryggir eignarhald þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni og nýtingaréttinum.
1. grein hljóðar svo; Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.
Í væntanlegu frumvarpi er gert ráð fyrir einkaréttarvörðum nýtingarsamningum sem skapa skaðabótarétt á ríkissjóð ef Alþingi ákveður aðra skipan mála eins og t.d. aukningu á krókaveiðum eða afnám kvótakerfisins.
Stjórnin
12.2.2015 | 14:05
Tími til komin að launþegar krefjist afnáms kvótakerfisins svo við getum veitt fiskinn okkar.
Fáránling háttur við áfram hald kvótakerfisins kemur í veg fyrir að hér þróist þjóðfélag sem getur skaffað launþegum og lífeyrisþegum mannsæmandi kjör.
Geggjun í gengismálum kemur í veg fyrir að almenningur njóti sem skyldi arðsins af sjávarútvegi og verður að gera allt til að auka útflutning. Það verður ekki gert nema afnema endaleysu kvótans.
Taka ber upp Sóknarmark með allan fisk á markað þar sem við stór aukum veiðar og vinnslu um allt land og færum vinnuna og arðinn aftur til þjóðarinnar.
![]() |
Hleypir verðbólgunni strax af stað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2015 | 12:41
Lygarök Sigurðar Inga ráðherra þegar hann fjallaði um sóknarmarkið
Það var upplifun að hlusta á Sigurð Inga svara spurningunni um samanburð á eyðileggingu kvótans sem búin er að rústa íslensku efnahagslíf.
Sigurður byrjaði með að svara "við munum það ástand" Hann var 15 ára þegar Sóknarmarkið hófst og 28 ára þegar kerfið var afnumið.
Síðan sagði ráðherrann. Allar útgerðir á Íslandi voru gjaldþrota??? Meðal afkoma 120 skipa var Jákvæð EBITA og yfir heildina var mikil eignamyndum í langflestum sjávarútvegs fyrirtækjum.
Við getum tekið vel rekin fyrirtæki í Sóknarmarkinu sem skiluðu eigendum sínum góðri afkomu þrátt fyrir þrönga gengisstöðu. BUR, Ögurvík, Haraldur Böðvarsson (Akranesi) Runólfur (Grundarfirði). Vestfirsku útgerðirnar allar. ÚA Akureyri og svona er hægt að halda áfram hringinn í kringum landið. Má segja að langflest þeirra 85 skipa sem voru í útgerð eftir að stopp var sett á innflutning skipa 1980 hafi verið með jákvæðan rekstur...skip sem Ráðherrann fullyrti fyrir framan stuðningsmenn sína að hafi verið gjaldþrota.
Víst var verðbólga á sóknardagsárunum en af hverju. Á þessum árum varð mest aukning á "stöðugum" útflutningi sem þessi þjóð hefur nokkru sinni séð. Launa kjör almennings ruku upp og opinberar framkvæmdir hafa aldrei verið stærri partur af þjóðartekjum. Góðærið hafði þau áhrif að hér varð óviðráðanleg verðbólga vegna kjaraaukningar. Þetta hundsaðir ráðherrann enda ekki nema táningur mokandi flórinn þegar þetta var.
Sigurður Ingi í fáfræði sinni réðist á OFVEIÐI sem átti að hafa átt sér stað þrátt fyrir að veiðunum hafi verið stjórnað með sóknarmarki og upplýsti vanvisku sína þegar hann lýsti sóknarmarkinu við Ólimpískar veiðar. Olimpískar veiðar eru kvóta veiðar þar sem mörg skip hafa einn sameiginlega kvóta og hefja allir veiðar á sama tíma og mega veiða ein og hver getur þangað til kvótanum er náð. Sóknarmark er alger andstæða kvóta veiða þar sem útgerð skipst hefur rúman tíma til að skipuleggja sinar veiðar og passa að skaffa þann afla sem hagkvæmast er að veiða hverju sinni. Með því að skikka allan fisk á markað er hægt að hjálpa enn uppá sóknarmark með því að gefa útgeðrum tækifæri á að skipuleggja landanir skipa sinna eftir markaðs aðstæðum hverju sinni. Sóknarhópurinn er stofnaður til höfuðs þessu frumvarpi Framsóknar, til höfuðs Kvótakerfisins og til höfðuðs lygurum í Framsóknarflokknum.
.
12.2.2015 | 12:09
Ráðherrann löðrungar fundinn með lygum....afhjúpar lygina um eignarétt þjóðarinnar.
11.2.2015 | 08:23
Spurning til ráðherra í ríkisstjórn LíÚ....
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2015 | 14:54
Af hverju afnemum við ekki kvótann og stór hækkum gengi krónunnar.
Það er ekki einleikið hve græðgin og frekjan er orðin alls ráðandi í þessu þjóðfélagi. Hér ætlar lítil klíka að gera viðvarandi fátækt að leiðarljósi á atvinnulífinu.
Með því að afnema kvótakerfið og taka upp SÓKNARMARK með allan fisk á markað er hægt að hækka hér kaupmátt á innan við 3 árum í það besta sem þekkist í nágranalöndum okkar en óheiðarlegir stjórnmálamenn og fyrirmenn í SA sem stofnað var af líú standi í vegi fyrir velferð þessarar þjóðar.
![]() |
Vextir myndu hækka um 30 þúsund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.2.2015 | 11:38
Eitthvað svo íslenskt..."Beittu ýmsum brögðum til að ná sínu fram og halda völdum..."
Ég mæli nú alls ekki með dauðarefsingum en að láta spillta stjórnmála menn komast upp með að halda hérna gangandi handónýtu KVÓTAKERFI í 30 ár finnst mér sannarlega refsivert og finnst að menn eigi að hljóta dóma fyrir.
![]() |
Valdamikill kaupsýslumaður tekinn af lífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)