Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Bíður Ólafur Ragnar úrslita nýja Kvótafrumvarpsins á þinginu?

Ólafur Ragnar sagði eitt sinn að ákvarðanir um kvótann gætu verið mál sem vísa þyrfti í Þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er sannarlega rétt og skulum við vona að Forsetinn sé svo umhugað um bjarga þjóðinni frá verstu aðför að íslensku þjóðinni til þessa sem fellst í framsali fiskveiðiauðlindarinnar í hendur fámennri valdaklíku.

Ég vona svo sannarlega að Forsetinn sé heill í þessu og muni ekki hika en þá læðist að manni grunur þar sem Ólafur er sannarlega Guðfaðir þessarar Framsóknarstjórnar þar sem hann tók Framsóknarmanni fram yfir sigurvegar kosninganna og fékk honum lykilinn að stjórnaráðinu.

Nú vitum við að það eru ekki bara stjórnarþingmenn (sem er bannað að taka eigin ákvarðanir) sem ganga erinda Máa, Þjóólfs og þeirra í Moggahirðinni á Alþingi má þar nefna menn eins og ÁPÁ og STS svo einhverjir séu nefndir. Þetta lið hefur sýnt að það gefur skít í þjóðina og afkomu hennar þegar hagsmunapot er annars vegar.

Þetta gæti þrátt fyrir gífurlega andstöðu meirihluta þjóðarinnar orðið til þess að mikill meirihluti þingmanna gerðust landráðamenn og ljáðu frumvarpinu atkvæði sitt. Mun Forsetinn þá líta til síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem 83 % studdu auðlindaákvæði Nýju Stjórnarskrárinnar (gegn kvótanum) eða mun hann taka mark á landráðamönnunum á þingi og samþyggja framsal aflaheimilda til fámennis klíku sem haldið hefur virkilega illa á nýtingu auðlindarinnar og tapað stórum hluta markaðshlutdeildar þjóðarinnar í Þorski?

Fólki kann að þykja þetta langsótt en lærir sá sem lifir.


mbl.is Ólafur Ragnar neitar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GEGGJUN á Íslandi eftir hrun.

Hvergi í veröldinni hefur orðið önnur eins GEGGJUN og á Íslandi eftir Hrun og var þó nóg um fyrir Hrun. 50% gengisfelling sem féll með fullum þunga á launþega og skuldara á sama tíma og stjórnvöld "gáfu" útgerðinni allan hagnaðinn af aðgerðunum.

Á meðan eignir okkar hrundu í verði og skuldirnar margfölduðust varð óða gróði í kjölfar þessarar stóru gengisfellingar til þess að útgerðir gátu greitt til baka fyrirfram greiddan arð (sem olli hruninu) og tekið út milljarða hagnað. Afturhald í úthlutun aflaheimilda kom í veg fyrir að fólk gæti bjargað sér við fiskveiðar en útgerðin varin bak við múra EINOKUNAR naut ávaxta samþjöppunar á kostnað skattgreiðenda og atvinnulausra sjómanna.

Kæru landsmenn þetta fyrirkomulag við veiðar og vinnslu kemur í veg fyrir að þjóðfélagið nái að rétta úr kútnum velferðarkerfið sem við byggðum fyrir kvótakerfið er að hrynja fyrir augum okkar. Segjum stopp og aldrei meir setjum Nýju Stjórnarskránna í lög og byrjum að stjórna eigin málum.


Aldrei verið sátt um kvótann. Hér er ein staðfesting á því

kvot

"LÍÚ heyrir sögunni til" WHAT?? Trúir þú því?

Meiri skrípaleikurinn alltaf í kringum KVÓTAKERFIР og EINOKUNINA.

Lygi og óheiðarlegur málflutningur er dæmigerður fyrir athafnir Stórútgerðamannsins fyrir Norðan sem er haldin sjúklegri VALDAGRÆÐGI. En þjóðin er ekki nógu gráðug í að éta upp eftir honum lygina og þá er bara bætt í aftur og aftur. 

Nú á ríkisstjórn LÍÚ eða SFS að leggja fram "Nýja kvótafrumvarpið" sem er ekkert annað en stærsta tilraun til valdaráns og framsals Íslands verðmætustu auðlindar og er öllum klækjum til tjaldað til að rugla fólk í rýminu og slá ryki á augu þeirra sem gætu hugsanlega stoppað algerlega galna aðför að kjörum Íslendinga allra. 

Þeim var ekki nóg að komast upp með að labba með 50% gengisfellingu eftir hrun sem færði þeim mesta arð sem fyrirtæki hafa nokkru sinni tekið út úr eign þjóðarinnar og þetta var á sama tíma og öll þjóðin þurfti að taka 40 % launalækkun og raðhækkanir húsnæðislána. 

Kæri Kjósandi hér er verið að fremja gerning sem á engan rétt á sér og þú verður að kynna þér niður í kjölinn. Aðför þessara manna og hvíslinga þeirra á þingi kom í veg fyrir ferli nýju Stjórnarskrárinnar okkar gagn gert til að geta komið þessum viðbjóðslega gerning á. Ekkert má verða til þess að útgerðin komist upp með að setja hér á eign á nýtingu auðlindarinnar EKKERT. 


mbl.is LÍÚ heyrir sögunni til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

????"lögbundin atvinnuréttindi handhafa aflaheimilda"??????

Eitt sem ég rakst á í ísmeygilegum lyga og fals áróðri LÍÚ manna í viðleitni þeirra til að EIGNAST nýtingaréttinn á fiskveiðum við Ísland var þessi málsgrein  "lögbundin atvinnuréttindi handhafa aflaheimilda". Þetta leyfir þetta "lið" sér að halda fram þótt að skýrt sé í lögum um fiskveiðar að úthlutun kvótans á sínum tíma sé krystal tær og myndi ekki nein réttindi til eignar eða EINOKUNAR.

Kvóti úthlutaður til eins árs í senn og þar með enda þessi réttindi.

Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.

Það má segja að þetta ákvæði í lögum um stjórn sé síðasta hálmstrá þjóðarinnar til að SEGJA þessum mönnum að þeir geti ekki EIGNAÐ sér og fjölskyldum sínum NÝTINGA EÐA EIGNA RÉTT að fiskinum í sjónum.

 Þjóðin verður að skilja að það er án nokkurs vafa eyðilegging kvótakerfisins og EINOKUNIN sem því fylgir sem leitt hefur okkur í þau efnahagslegu öngstræti sem við nú erum í og kemur í veg fyrir að við náum aftur að byggja okkur upp sem velferðarþjóð við hlið frændþjóða okkar. 


Sóknarmark og frjáls samkeppni....í stað EINOKUNAR

Sóknarmark Matthíasar Bjarnasonar var fyrsta "stóra" skrefið sem tekið var í heiminum til að stjórna fjölstofna veiði innan eins kerfis.

Ráðherrann var þess vel meðvitandi að hér var verið að stíga stórt þróunarskref í fiskveiðistjórn og lagði sig fram frá upphafi um að hafa gott samstarf við þá sem þurftu að vinna við þessar nýju aðstæður. Agnúarnir voru slípaðir af í samvinnu við sjómenn og var kerfið orðið hnitmiðað og þjált.

Eftir tvö stór  sjómannaverkföll sem gengu út á togstreitu um gengið og fiskverðið lá beinast við og var komið í umræðuna að setja allan fiskinn á markaðina sem þá voru að ryðja sér til rúms með góðum árangri.

Á árunum sem Sóknarmarkið ríkti stigu íslenskir sjómenn stærstu skref sem stigin hafa verið í meðferð á fiski og vinnslurnar unnu sína mestu markaðs sigra eins og í USA, Japan og á skreiðarmörkuðum. Á þessum árum risu laun almennings í landinu hærra en þau hafa nokkurn tíma gert í sögu landsins og hér var alvöru velmegun sem sást í uppbyggingu heilbrigðiskerfisins, þjónustu við aldraða, þjónustu við barnafólk, orku nýtingu, byggingu íbúðarhúsnæðis og lagningu gatna og vega með bundnu slitlagi. Má með sanni segja að þetta er í eina skipti sem ríkt hefur "blómaskeið" íslendinga sem stefndu á þessum tíma í að verða meðal ríkustu þjóða heims eeennnn þá kom Halldór Ásgrímsson og Framsóknarhyskið í Skagafirðinum.

Það að sauðspilltir stjórnmálamenn skyldu komast upp með að afnema þetta frábæra stjórntæki fiskveiða og koma þar með í veg fyrir frelsi og framfarir í fiskveiðum Íslendinga er ekkert annað en stór glæpur gegn þjóðinni

Eyðilegging kvótakerfisins og EINOKUNARINNAR sem því fylgir blasir alstaðar við og má byrja að benda á hrunið og afleiðingar þess. Eftir hrun þegar ofurlána útgerðarinnar nýtur ekki lengur við kemur í ljós að flæði fjár um hagkerfið er ekki til staðar og byggðarlögin sem fyrir kvótann báru uppi stóran hluta gjaldeyrisköpunar þjóðarinnar svelta og eignaverð hrynur.

Frekjan og græðgin hefur farið vaxandi og fengið meira svigrúm eftir því sem eldri frumherjarnir falla frá og er nú svo komið að ekki er nóg að þiggja frían aðgang og EINOKUN á miðunum frá íslensku þjóðinni nú á að nota pólitíska spillingu til að eigna sér NÝTINGARÉTTINN aðveiðum og vinnslu til eilífðar. Slík er græðgin.

Við verðum að krefjast afnám kvótans og endaloka EINOKUNAR í sjávarútvegi annað er ekki líðandi að bjóða komandi kynslóðum.

 

 

 


Aumingjar eiga ekkert erindi á sjó.

Ein rökin í "þrætubók LÍÚ" ganga út á það að með EINOKUN á kvótanum náist mesta hagræði (og þá ARÐUR) út úr greininni. 

Þetta sagði bændamafían líka þegar þeir komust upp með að EINOKA allar mjólkurvörur inná Reykjavík undir merkjum MS (Mjólkur Samsölunnar).

(Tökum eftir því að framleiðslu kvótar að sovét fyrirmynd færðu bændum aftur EINOKUN á framleiðslu og sölu búvöru. Og aftur var það Sjálfstæðisflokkurinn sem stóð að því). 

EINOKUN er alltaf góð þeim sem á heldur en á alls ekki að þekkjast nein staðar í frjálsu samfélagi. EINOKUN í sjávarútvegi undir merkjum "hagræðingar og arðsemi" á eingöngu við þá fáu einstaklinga sem á halda ALLIR aðrir í landinu TAPA á þessu fyrirkomulagi sem gerir ekkert annað en að koma í veg fyrir að hæfileikaríkir einstaklingar komist í sjósókn og útgerð.

EINOKUNINNI er eingöngu haldið gangandi af AUMINGJUM sem treysta sér og afkomendum sínum ekki í frjálsa samkeppni um fiskinn og markaðina. Og það sorglega við sögu fiskveiðistjórnunnar er að Sjálfstæðisflokkurinn flokkur frelsis og framfara skuli vera verndari EINOKUNAR í okkar helstu atvinnugrein. Verndari hræddra AUMINGJA sem aldrei myndu lifa af í frjálsri samkeppni í veiðunum, á mörkuðum, í samfélaginu. 

Þegar kvótinn var fastsettur á handfærabáta  sást greinilega hversu lágkúrulegur aumingjadómur  og eigingirni var að baki kvótakerfinu og hversu fjarri tilgangurinn var að vernda og styrkja fiskstofnana. Nei kvótakerfið er kerfi aumingja sem þora ekki í samkeppni á jafnréttis grundvelli og þjóðin líður fyrir. 

Af hverju hafnar þú velferð afkomenda þinna og styður þetta kerfi? 


Hagnaðartölur fyrirtækja sem búa við EINOKUN

Hvað liggur á bak við milljarða hagnaðartölum fiskveiði- og vinnslufyrirtækis? (Norður í landi)?

Fyrirtækis sem býr í skjóli EINOKUNAR sem fengið er með pólitískri spillingu, þöggun og ofbeldi?

Fyrirtækis sem í skjóli EINOKUNAR stelur milljörðum af áhöfnum skipanna í formi kol ólöglegrar KOSTNAÐARHLUTDEILDAR? 

Ég held að þessi maður ætti að skríða ofaní holuna sína með sínar andsk----s HAGNAÐARTÖLUR og læra að skammast sín. 


"Svokallaðir" Sjálfstæðismenn - eru ekkert annað en Framsóknarplebbar

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins hafa látið draga sig á asnaeyrunum í 20 ár. Enginn áttaði sig á því að DO og EIMREIÐARKLÍKAN voru ekkert annað en Framsóknarmenn. Sauðspilltir eiginhagsmuna seggir sem hugsuðu um ekkert annað en rassgatið á sjálfum sér.

Ekki tók betra við þegar Flokkurinn vann sinn stærsta  kosningasigur 1991 og Davíð þvert ofaní vilja kjósenda sinna (moka framsóknarflórinn) myndaði stjórn með HALLDÓRI ÁSGRÍMSSYNI. Hugsið ykkur hvernig okkur Sjálfstæðismönnum varð við ..... ööööhhh.

Þvert ofaní stefnu og vilja okkar Sjálfstæðismanna gerðist formaður Flokksins Guðfaðir kvótakerfisins og innleiddi mesta sora í íslenskt þjóðfélag að leyfa útgerðinni að nota eign þjóðarinnar sem eigin fé fyrirtækjanna í samskiptum við bankanna. 

Síðustu 20 ár í viðjum Framsóknarmannanna í Sjálfstæðisflokknum eru mestu niðurlægingar ár Íslands og þótt víðar væri leitað. Það er sannarlega kominn tími til að kjósendur átti sig á því að Sjálfstæðisflokkurinn með sín stefnumál á enga samleið með Framsóknarflokknum og því spillingarliði sem að honum stendur.


Með easyjet til Manchester og þaðan með Breskum "lággjalda" í sólina.

Fínt að fljúga í sólina í gegnum Manchester.
mbl.is Metfjöldi ferðalanga á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband