Ólafur Örn Jónsson
Vann sem togaraskipstjóri í 5 ár á Sóknarmarki og síðan 15 ár í kvótaruglinu er eg var rekinn vegna umfjöllunar um kvótann. Hef barist gegn kvótanum frá því fyrsti grunur kom upp hvað Hallór Ásgrímsson var að kokka með norðan mönnum haustið 1984. Ég var rekinn af skipi sem ég stjórnaði eftri 25 ára starf hjá tengdum félögum fyrir skoðanir mínar. Fyrirtæki sem ég vann hjá var hótað af "stór" útgerðamönnum væri ég ekki látinn fara og fleira óðgeðfellt hef ég mátt þola af höndum valda manna í útgerðinni. Ég berst gegn kvótakerfinu af því það virkar ekki sem til uppbyggingar fiskstornanna, hámarkar ekki afrakstur og er óréttlátt gagnvart komandi kynslóðum. Kvótakerfið brýtur í bága við alþjóða mannréttindi og ætti ekki að lýðast.
Sannleikurinn er sverð mitt og heiðarleikinn minn skjöldur.