Nýji Framkvæmdastjóri áróðursvélar LÍÚ - SFS hefur meðtkekið SANNLEIKANN.

Ég ætla að fara í gegnum þetta viðtal og benda á augljósar misfærslur sem ættaðar eru frá hagfræðiteymi Ragnars Árnasonar.n

Heiðrún byrjar á að nefna að hafi gengið vel frá hruni. En af hverju? Frá hruni hefur markaðsverð á fiskmörkuðum hækkað verulega og 50% gengislækkun krónunnar sem viðhaldið heftur verið af spilltum stjórnmálamönnum hefur skapað þvílíkan óðagróða hjá útgerðum vörðum með veggjum einokunar.

Síðan segir hún að stóru fyrirtækin geti "sennilega hagrætt" í rekstri til að greiða eitthvert gjald. Hvers vegna þurfa þau að hagræða meira? Er ekki verið að draga þvílíkan óða gróða út úr fyrirtækjunum?? Þessi fyrirtæki hafa haft 32 ár vörð með EINOKUN til að hagræða en hafa þess í stað safnað hundruð milljarða skuldum?? Nýju skipin eru öll keypt fyrir enn meiri skuldir því stór partur útgerðarinnar sameinast um að viðhalda skuldastöðunni til að hótast við stjórn landsins eins og gert var í kjölfar hrunsins.

Fiskveiðikerfið hefur virkað og skilað þeim markmiðum sem stefnt var að segir Heiðrún. Við hófum stjórn fiskveiða til að freista þess að auka jafnstöðuveiðina á þorski úr 350 tonnum í yfir 450 þúsund tonn. Ekki til að veiða alltaf undir 250 þúsund tonnum. Ekki til að taka frelsið af smábátum til að veiða eins og þeim lystir. Nei fiskveiðikerfið hefur mistekist hrapalega. Það sem við höfum lært síðan er að aldrei verður hægt að forðast náttúrulegar sveiflur með stjórn fiskveiða en með sóknarmarki væri hægt að forðast ofveiði í niðursveiflum öfugt við í kvótakerfi sem tekur ekkert mark á ástandi fiskstofna.

Síðan kemur Heiðdís að hvað útgerðin borgar mikið til ríkisins á meðan útgerð í öðrum löndum sé ríkisstyrkt. Hvað er FALSAÐ lágt gengi annað en ríkisstyrkur. Þykist þetta fólk ekki vita hvað þessi hegðun með gengið hefur kostað lífeyrisþega sem fá 30% minna fyrir lífeyririnn en ella???

Síðan ræðst Heiðrún á "uppboðin" og segir að uppboðin skili ekki auknum tekjum til ríkissins en gleymir að uppboðin skili sanngjörnum tekjum til ríkissins því enginn er að fara fram á meira en markaðsverð.

Heiðrún segir að uppboð á aflaheimildum skili ekki nýliðun??? Það fer að sjálfsögðu eftir fyrirkomulagi uppboðanna þar sem allir hljóta að sitja við sama borð og ef gjaldið er tekið við löndun á markaði hljóta allir að sjá að nýliðun liggur beint við.

Síðan segir Heiðrún að uppboðin auki óvissu í rekstri!!! Óvissu fyrir hvern? Við búum við gersamlega óviðunandi EINOKUN þar sem umbjóðendur Heiðrúnar hafa farið með ofbeldi gegn fólki í greininni og skemmst að minnast hegðunar gagnvart sjómönnum sem eru búnir að vera samningslausir í 6 ár og þurft að borga kolólöglega kostnaðarhlutdeildir.

Heiðrún hefði nú átt að tala við Jens Garðar um erlenda markaði þar sem við höfum tapað öllu okkar forskoti vegna skortveiði og EINOKUNAR á veiðiheimildum. Staðreyndin er að við erum búin að tapa þvi verðmætasta sem við áttum nafninu "íslenskur fiskur" sem þekkt var um allan heim en er nú týnt og grafið.

 


mbl.is „Stolt að fá að starfa í sjávarútvegi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni verður góður forseti okkar allra en hvað ef kosið væri milli hans og Höllu?

Snarpar kosningar að baki og við höfum góðan forseta. En við verðum að breyta lögum um kosningar forseta þannig að þær verði tvöfaldar. Fyrst forval tveggja efstu og síðan kosningar milli þeirra. Hugsið ykkur til dæmis ef Davíð hefði orðið forseti???


mbl.is Guðni kjörinn forseti Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengið var notað til að velta byrðunum á þá sem síst skyldi.

Ef stjórnvöld hefðu stór aukið aflann og náð að rífa gengið þannig upp hefði verið hægt að hlífa almenning við stórkostlegum eignamissi sem aldrei fæst bættur. Og það ljósasta við þetta gengis rugl var að það fæst ekki leiðrétt heldur eru gerðar hver aðförin á fætur annarri við að skjóta niður gengi krónunnar og launþegar, öryrkjar og sérstaklega ellilífeyrisþegar látnir borga brúsann.

Það er aumt þessu útgerðarhyski sem veltir sér uppúr gengis gróðanum að láta eldriborgara svelta eða skjóta sig í hausinn á meðan þeir nota leppa sína á Alþingi verja EINOKUN sína og óða gróða. Svei skítalykt segi ég bara.

Þetta er ógeðslegt þjóðfélag Sem verður að breyta. Munum að kjósa heiðarlegt fólk á þing og MOKUM FRAMSÓNARFLÓRINN!


mbl.is Ísland hafði getu og vilja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilur fólk ekki hvað fellst í orðinu VANHÆFI?

Burtséð hvaða álit menn hafa á Sigmundi Davíð þá á hann og konan hans kröfur í íslensku bankana sem hlýtur að gera hann vanhæfann við afgreiðslu haftafrumvarpsins.


mbl.is Sigmundur tekur sæti á þingi á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áður vorum við á leið í að verða eitt mesta velferðaríki veraldar en þá kom ....

Óða græðgi útgerðarinnar sem sópar að sér arði af lágu gengi krónunnar er að rústa alla innviði þjóðarinnar. Og það versta er að stjórnar elítan vill engu breyta.

Kæru kjósendur til að finna heiðarlega menn til að kjósa á þing þá spurðu þá um kvótakerfið. Sá sem segist ekki vilja afnema með öllu kvótakerfið er óheiðarlegur og ætlar EKKI AÐ VINNA FYRIR ÞIG.

Staða eldriborgara er mannanna verk og með kvótapúka á þingi verður engu breytt.


Áður vorum við á leið í að verða eitt mesta velferðaríki veraldar en þá kom ....

Óða græðgi útgerðarinnar sem sópar að sér arði af lágu gengi krónunnar er að rústa alla innviði þjóðarinnar. Og það versta er að stjórnar elítan vill engu breyta.

Kæru kjósendur til að finna heiðarlega menn til að kjósa á þing þá spurðu þá um kvótakerfið. Sá sem segist ekki vilja afnema með öllu kvótakerfið er óheiðarlegur og ætlar EKKI AÐ VINNA FYRIR ÞIG.

Staða eldriborgara er mannanna verk og með kvótapúka á þingi verður engu breytt.


mbl.is „Eldri borgarar settir á gaddinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgaralaun eru ekki spurning hvort heldur hvenær. Sjá plakat í Swiss

Borgaralaun eru mikið jafnréttis mál og leysir togstreystu í þjóðfélaginu. Með því að allir þegnar þjóðfélagsins fái lágmarkslaun til framfærslu burtséð frá öðrum tekjum er afkasta hvetjandi og stuðlar að öryggi og frjálsri ákvörðunartöku.

Sem dæmi má líta til þess að fólk mennti sig frekar í þeim greinum sem það hefur áhuga á og hefur efni á að stunda. Gefur fólki tækifæri til að velja þá vinnu þar sem þau eru ánægð en þurfa ekki að "endast" í vinnu sem þeim líkar ekki.

Borgaralaun skerða ekki aðra innkomu svo hver sem er getur tekið þátt í atvinnulífinu eftir eigin getu og nenni. Eins þurfa bændur ekki lengur að liggja uppá ríkinu og taka 14 milljarða frá meðborgurum sínum í niðurgreiðslur. Þeir hafa framfærslu og geta leikið sér að vild í sveitinni.

Hvaðan koma peningarnir? Jú lítum á að við (ríkið) borgum nú þegar stórum hóp fólks örorku, ellilífeyri og niðurgreiðslur i landbúnaði. Allir þessir peningar eru og yrðu partur af borgaralaunum. Með auðlindarentu og stór auknum fiskveiðum fengist síða aukið fé í ríkiskassann. Og svo ætlum við að hætta að gefa fólki fé til að fara með til Tortóla.

Síðan skulum við ekki gleyma að bæði eru skatttekjur af Borgaralaunum og þau stór auka peninga í umferð sem og sparnað í þjóðfélaginu sem nýtist öllu atvinnulífinu. Borgaralaun eru sannarlega vinn vinn fyrir þjóðfélagið allt eins og fyrir einstaklingana.

 

 


mbl.is Stærsta plakat heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð hatar lýðræðið en dýrkar EINOKUN og Einræði. Varðhundur kvótahirðarinnar

Vinnur fyrir Moggahirðina sem kosta mun kosningabaráttuna til að freista þess að Davíð verði forseti þegar kemur að stjórnarmyndun eftir næstu þingkosningar þar sem úrslit gætu orðið söguleg.

Hvað sem þessari ríkisstjórn sem nú situr tekst að gera varðandi kvótann mun ný stjórnarskrá tryggja okkur þjóðinni afnám kvótakerfisins og endalok spillingarinnar sem upphófst við valdatíð Davíðs Oddssonar og stendur enn.


mbl.is Segir Guðna vilja kollvarpa stjórnarskránni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erindreki útgerðarinnar og einn af höfundum "sáttaleiðarinnar" illræmdu vill á þing fyrir VG

Björn Valur tók þátt í því að hætta við "fyrningu" kvótans og að koma "Sáttaleiðinni" illræmdu af stað. Sáttaleiðin átti í stað þess að leggja kvótann af að færa útgerðinni nýtingarétt á miðunum til 20 til 30 ára og var nýtingarétturinn óafturkræfur nema gegn gjaldi út ríkissjóð.

Björn Valur á reyndi reyndar líka að "smygla" inn auðlinda ákvæði Nýju Stjórnarskránna þegar hún var í umsögn hjá Alþingi "eðlilegt gjald" í stað fullt gjald. Fyrir hvern skyldi það hafa verið.

Kjósendur og þingmenn verða að gera sér grein fyrir baklandi Björns Vals og að skilja að þar sem hann fer læðist Úlfur í Sauðagæru.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Björn Valur vill á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfir 170 milljónum af peningum Borgarbúa eytt í eyðileggingu góðrar tengigötu

Á sama tíma og ekki eru til peningar til að viðhalda og hreinsa götur Borgarinnar er verið að eyða peningum teknum að láni í að eyðileggja 100% fullkominni tengigötu sem búin er að gegna hlutverki sínu fullkomlega í 50 ár hvað varðar keyrandi, hjólandi og gangandi umferð.

Þessar framkvæmdir á skilyrðislaust að stöðva þegar í stað og fær aftur til fyrra horfs. Nú þegar eru skemmdir á mannvikinu komnar í ljós bæði við gatnamótin í Norðri við Miklubraut og sérstaklega í Suðri við Bústaðaveg. Nákvæmlega eins og á fyrstu breytingum á Skeiðarvog á sínum tíma er þrengingin frá Miklubraut of nálægt svo gatan annar ekki þeirri umferð sem kemur eftir Grensásveginum í Suður sérstaklega ef Strætó er á ferðinni þá myndast bara Kaos þar sem hann blokkerar aðalbrautina við vinstri beygju inná Nýbýlaveg.

Hvaða ráð hafa Reykvíkingar til að bjarga því að fullkomin umferðarmannvirki séu ekki eyðilögð með þessum hætti af galinni Borgarstjórn? Í mínum huga sem fer þarna mikið um á álags tímum er þetta bara alger geggjun að horfa uppá þetta.

Sama má síðan segja um hjóla hraðbrautina sem lögð er þvert yfir Elliðaárdalinn í gegnum þéttan skóg sem ruddur var burtu til að koma fyrir 10 metra breiðri hraðbraut þvert yfir dalinn með tveim brúm yfir árnar. Hvað skyldi þessi framkvæmd og eyðilegging á útivistar perlu Reykjavíkur kosta skattgreiðendur?? Lítið hefur farið fyrir umfjöllun á því. 50 metrum Sunnan við þessa eyðileggingu liggur opin renna í gegnum skóglendið og 200 metrum Norðar eru hitaveitustokkarnir sem anna vel þessum 10 til 20 hjóla mönnum sem eiga leið þvert yfir dalinn á hverri klukkustund á háanna tímum.

Það er þennsla í þjóðfélaginu. Borgin er búin að eyða um efnifram og hefur ekki peninga til að standa í framkvæmdum? Hvers vegna er keyrt á þessar gersamlega óþörfu aðgerðir það eru þegar komnir hjólastígar sem anna þeirri umferð reiðhjóla sem vænta má ágætlega??


mbl.is „Glatað að ráðast í þrengingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband