Góðar fréttir í ljósi þess að þjóðin ætlar að afnema EINOKUN í sjávarútvegi

Fáránleg skuldasöfnun útgerða út á veð í kvótanum gaf kvótahirðinni völd til að eyðileggja starf ríkisstjórnar Jóhönnu. Nú er komið í ljós að bankarnir voru notaðir til að koma hótunum um gjaldþrot útgerða á framfæri við ríkisstjórnina og koma þannig í veg fyrir "fyrningaleiðina".

Með þessum lánum eru útgerðaraðilar búnir að ná óeðlilegum völdum í öllu atvinnulífi landsins eins og best sést á aðferðum SA í öllum launamálum sem þeir koma að.

Það er búið að vera okkur almenning dýrt sá óðagróði sem útgerðin hefur dregið sér í skjóli falsaðs gengis sem Leppar LÍÚ á þingi hafa staðið fyrir en gott að vita að eitthvað af þeim peningum hefur farið i að lækka skuldir útgerðarinnar og gera hana þannig samkeppnishæfari þegar við þjóðin afnemum löngu úrelt og handónýtt kvótakerfi.

Kæri lesandi spyrðu sjálfan þig. Hversu hagkvæmt er kvótakerfið þegar útgerðin þurfti að safna yfir 300 milljarða skuldum?? Það gengur ekki allt upp sem lyga hópur kvótahirðarinnar er að predika? Er það?


mbl.is Skuldastaða sjávarútvegsins batnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Óli, hvað var eiginlega svona gott við "fyrningaleiðina"????  Hún gekk ekki út á neitt annað en að afnema kvótakerfið á 20 árum.  Ef það er eina markmiðið þá má kannski segja að það sé svo sem allt í lagi.  En hvað svo?  Það er alveg augljóst að við þurfum eitthvað fiskveiðistjórnunarkerfi.  Ég er kannski ekki  mótfallinn kvótakerfi sem slíku en ég er mótfallinn ÚTFÆRSLU kvótakerfisins á Íslandi og finn þeirri útfærslu allt til foráttu.  Sárast þykir mér að sjá hvernig ÚTFÆRSLAN á kvótakerfinu, hér á landi, hefur nánast lagt minni sjávarútvegsbyggðir landsins í RÚST.

Jóhann Elíasson, 28.11.2015 kl. 10:57

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Humm Humm, bara að láta smábátana veiða frjálst, það er sára einfalt og allur afli fer í hverja einustu höfn eins og var og kvótakerfið verði bannað með lögum í stjórnarskrá.Kvótagreifarnir geta bara haldið áfram sjáræningaveiðunum í Berentshafi og við kveðjum þá fyrir alla framtíð. Þetta vita þeir sem vilja.

Eyjólfur Jónsson, 28.11.2015 kl. 20:00

3 Smámynd: Tryggvi Helgason

Þú stendur þig með ágætum, Ólafur Örn, sem ávalt, - og heldur á hamrinum traustri hendi, og hittir hvern naglann á fætur öðrum, - beint á hausinn.

 

Ég stend svo sannarlega með þér, - og ég trúi því að stór meirihluti þjóðarinnar geri það einnig, - og vilji ekkert fremur, en að afnema að fullu og öllu þetta svokallaða “kvótakerfi”, - það er núverandi fiskveiði-stjórnunarkerfi, - og jafnframt, að gefa allar veiðar frjálsar í íslendskri fiskveiði-lögsögu; - það er að segja öllum íslendskum sjómönnum, - (og útgerðarmönnum), - á íslendskum skipum sem eru að fullu (100%) í eigu Íslendinga, og sem eru skrásett á Íslandi.

 

Og “til-vonandi” - (það er; fyrrverandi), - “kvótaeigendur”, geta svo dundað sér við það, að veiða sinn fisk við Afríku, til þess að greiða niður sínar “kvótakaupa-skuldir”. En ef þeir ætla sér að losna undan því, með einhverjum bellibrögðun eins og einhverju kennitölu-flakki, - (eða einhverju álíka brallara-braski), - þá er ekki víst að þeim verði kápan úr því klæðinu. Skipin og allar þeirra eigur verða þá gerðar upptækar, - og þeir eltir uppi, - hvar svo sem í heiminum, þeir reyna að fela sig og sínar eigur.

 

Og Jóhann, - fyrningarleiðin var auðvitað ekkert annað en “bull”, - (eins og mér sýnist nú, að þú hafir eitthvað svipað álit á því), - en þær tillögur virtust, samt sem áður, hafa komið við kaunin á einhverjum. Og með afnámi kvótakerfisins, - sem og með frelsi til fiskiveiða, - þá munum við endurreisa sjávarútvegsbyggðirnar allt í kringum landið: -

   og við munum sjá þær blómstra á ný, - sem aldrei fyrr, - til blessunar fyrir landsmenn alla.

 

Og Eyjólfur, - Ég get “kvittað undir” hvert einasta orð hjá þér.

Tryggvi Helgason, 29.11.2015 kl. 01:49

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þeir hafa ekki borgað neitt. Nánast öll skuldalækkun er vegna afskrifaðra lána

Níels A. Ársælsson., 29.11.2015 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband