Náttúruspjöll í Elliðaárdal í nafni Borgarstjórnar. Höggvin 10 metrabreið "hraðbraut"

Peninga austur Borgarstjórnar í reiðhjóla stíga virðast engum takmörkunum háð. En nú hefur þessi endaleysa tekið enn eina og hrikalegri mynd.

Höggin hefur verið 10 metra breitt belti í þvert í gegnum skóginn í Elliðaárdal fyrir hjólreiðahraðbraut eða "Boulevard". Þótt svo að hitaveitustokkarnir séu innan seilingar þar sem er ágætis hjóla stigar 2 yfir dalinn og eins er Sunnan við skóginn annar full breiður hjóla stígur?

Gerði talningu núna í morgun á hjólaumferð á hitaveitustokknum yfir Elliðaárvoginn milli kl 0800 og 0900 og það fóru 10 hjólreiðarmenn á þessum tíma yfir stokkinn á meðan ég fylgdist með þúsundum "einkabíla" þokast eftir miklubrautinni og breiðholtsbrautinni án þess að krónu hafi verið eytt síðastliðin 15 ár í að lagfæra "innkeyrsluna" inn i Reykjavík sem er meira og minna teppt 5 morgna vikunnar eins og við hinn þögli meirihluti skattgreiðenda veit af sárri reynslu.

Ekki það að ég hafi verið á móti lagningu hjólreiðastíga eða sé óvinur hjólreiðafólks þvert á móti en þegar 3 milljarða gat er í fjárlögum Borgarinnar og vaxandi vandamál í umferð Borgarinnar hrannast upp á Borgin ekki að voga sér að fara fram með þessum hætti og kunna ekki að skammast sín og stoppa þessar hjólastígaframkvæmdir og eyðileggingu á perlu Borgarinnar sem Elliðaárdalurinn

er.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það má furðu sæta ef fréttastofur RÚV og stöðvar 2 fjalla ekki um þetta. Ef ekkert verður um þetta fjallað, segir það okkur ýmislegt um það hvert fréttamat þessara stofnana er.

Jóhann Elíasson, 22.10.2015 kl. 15:38

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki hentaði það "Rétttrúnaðarliðinu" á hvorugri "stóru" fréttastofunni að fjalla um þetta....

Jóhann Elíasson, 24.10.2015 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband