LAUSN Í KVÓTADEILU ÞJÓÐARINNAR VIÐ ÚTGERÐAMENN

Íslendingar hafa þurft að berjast fyrir yfirráðum á miðunum síðan tæknin leyfði nýtingu þeirra. Þorskastríðin þekkjum við og eru komin í sögubækur. Nú enn á ný á þjóðin í þorskastríði! Við hverja? 

Íslenskir útgerða menn köstuðu stríðshanskanum þegar þeir kröfðust áframhaldandi EINOKUNAR  á miðunum og sýndu tilburði til að gera auðlindina að sinni eign farandi með áróðri, hótunum og valdnýðslu gegn stjórnvöldum og þjóðinni. 

Því miður eru völd útgerðaraðila svo mikil að Alþingi Íslendinga er ekki fært að koma með vitræna lausn á þessari deilu en stendur hjá og lætur við gangast að skuldir útgerðar sem byggjast á veðum á kvótum þjóðarinnar séu afskrifaðar án þess að þjóðin endurheimti kvótann. 

LAUSNIN sem þjóðin gæti hugsanlega sætt sig við er að þegar í stað verði allar þær aflaheimildir sem afskrifaða hefur verið út á gerðar upptækar og settar á leigumarkað opinn þeim sem ekki hafa  úthlutanir í dag. Eins verði nauðsynleg aukning á úthlutunum sett inn á leigumarkaðinn. Allur landaður fiskur verði seldur á markaði. 

Útgerðin fái 4 ár til að borga sínar skuldir þá verði allur kvóti tekinn og settur á leigumarkað og allir geta gert tilboð í kvótann. þær útgerðir sem eftir 4 ár ráða ekki við borgun skulda sinna verði gerðar upp og teknar til gjalþrotaskipta og þeir aðilar sem að þeim standa komi ekki að útgerð í 5 ár.

Kvótahafar sem telja sér betur borgið á leigumarkaði geta sett sínar úthlutanir inn í leigumarkaðinn og verður hann þá opinn þeim. 

Handfæraveiðar verði gerðar frjálsar en borga verði auðlindagjald af lönduðum afla. 

Tekjurnar af leigunni verður fyrst um sinni notaðar til að borga einstaklingunum tapið sem þeir hafa orðið fyrir vegna eignarýrnunnar af völdum bankahrunsins og kreppunnar. Síðan renna þær í sérstakann auðlindasjóð sem stjórnmálamenn fá ekki að snerta því hann á að nýtast þjóðinni allri í formi lífeyris og bættra lífskjara.

Það hlýtur að vera ólíðandi að útgerðin komist upp með að halda kvóta sem settur hefur verið að veði fyrir "lántökum" úr bönkum og þurfi svo ekki að skila veðunum þegar útgerðirnar renna í þrot við að borga.

Nú þegar dagar sannleikans virðast loksins vera að renna upp ætti mönnum að vera ljóst að lán út á kvótaveð var hreinn fjárdráttur þar sem EIGN ÞJÓÐARINNAR var notuð sem EIGIÐ FÉ útgerðar! Hvernig er með einhverjum hætti hægt að réttlæta þennan gerning?

Eins ætti öllum hugsandi mönnum nú að vera ljóst að þessi gerningur var gerður með skipulögðum hætti til að ná völdum í þjóðfélaginu með því að

  • yfir veðsetja kvótana svo ekki ætti að vera hægt að hrófla við kvótakerfinu vegna skulda útgerðanna sem þá færu á hausinn. Það átti að vera endir veraldar. 
  • kaupa sig inní aðrar atvinnugreinar til að ná undirtökum í atvinnulífinu og yfirráðum yfir ríkisstjórn landsins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband